Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 69-62 | Snæfell með nauman sigur í háspennu leik Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 30. mars 2016 22:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, átti stjörnuleik. Vísir/Anton Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 69-62, en Valskonur minnkuðu muninn í eitt stig, 60-59, þegar aðeins rúm mínúta var eftir og þær fengu síðan tækifæri til að komast yfir. Valskonur fóru hinsvegar á taugum í lokin, töpuðu boltanum hvað eftir annað og heimakonur í Snæfelli tryggðu sér sjö stiga sigur eftir mikinn spennuleik. Haiden Denise Palmer var með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún skoraði sjö stig á lokakaflanum. Systurnar Gunnhildur (20 stig) og Berglind Gunnarsdætur (15 stig) skoruðu saman 35 stig og tóku 13 fráköst en þær hittu úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Karisma Chapman var með 28 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta hjá Val og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Strax frá upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin er hafin. Snæfellskonur byrjuðu gríðarlega vel og keyrðu upp hraðan á fyrstu mínútunum. Fyrstu stigin komu fljótlega frá Berglindi Gunnarsdóttur og Haiden Denise Palmer en eftir u.þ.b. fimm mínútur var staðan orðin 17-6. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé sem reyndist hárétt ákvörðun en Valskonur náðu að stöðva flæði Snæfells verulega það sem eftir var af fyrsta leikhlutanum sem lauk 19-12. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti hafði endað. Valskonur spiluðu öfluga vörn og Snæfell átti í erfiðleikum með að ná upp því flæði sem einkenndi leik þeirra í byrjun leiks. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði þrist á 13. Mínútu sem kveikti í stuðningsfólki Snæfells en virtist jafnframt kveikja í Valskonum sem gáfu ekkert eftir og skoruðu jafn og þétt þangað til að þær voru búnar að jafna á 15. mínútu. Staðan í leikhlé var 32-29 og greinilegt að hér stefndi í hörku leik. Í seinni hálfleik skoraði Berglind Gunnarsdóttir fyrstu stigin eftir u.þ.b. tveggja mínútna varnarkafla þar sem bæði lið sýndu hörku varnarleik. Þriðji leikhluti stefndi í að verða vendipunktur leiksins en á tímabili leit út fyrir að Snæfell væri að stinga af. Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði tvo þrista í áhlaupi Snæfells en staðan eftir leikhlutann 49-42. Karisma Chapman skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og greinilegt að þessi leikur langt í frá að vera búin. Staðan 49-46 eftir rúmlega 33 mínútur og Valskonur aftur í leiknum eftir áhlaupið í þriðja leikhluta. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði glæsilegan þrist á 34. mínútu og jafnaði leikin. Mjög jafnt var með liðunum það sem eftir var og skiptust þau á að skora. Á endanum var það ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem ljóst var að Valskonur kæmu ekki til með að vinna leikin í kvöld en leikurinn kláraðist á vítalínunni. Lokatölur í Hólminum 69-62 og staðan í einvíginu 1-0. Ari Gunnarsson: Mjög ánægður með liðið mitt „Það er svekkjandi að tapa en ég er mjög ánægður með liðið mitt.. Við gerðum það sem við ætluðum að gera – að vera í leiknum. Okkur tókst það en þetta datt þeirra megin núna," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir naumt tap í Stykkishólmi „Öll lið leggja upp með að spila góðan varnaleik og okkur tókst það vel í dag að halda þeim niðri. Snæfell fékk kannski full auðveld skot á tíma," sagði Ari.Ingi Þór: Fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar „Valsliðið er búið að spila vel eftir áramót og mér fannst við varnalega séð of götóttar. Við vorum að missa þær of sterkt á körfuna en við fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar en hún sá sóknarlega séð um þetta fyrir okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við áttum ekki frábæran leik og Valsararnir áttu ekki heldur sinn besta leik. En það spyr engin að því. Staðan er 1-0 og nú er bara okkar næsta verkefni að undirbúa okkur fyrir Valshöllina á laugardaginn," sagði Ingi Þór.Gunnhildur: Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim „Flottur leikur en margt sem má bæta á báðum endum vallarins hjá báðum liðum. Mér fannst við góðar að halda þetta út. Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum," sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Þetta er úrslitakeppni og það skiptir engu máli hvað þú ert búin að vinna marga leiki í deildarkeppninni eða hvar þú stendur í deildinni. Þetta er ný keppni og auðvitað mæta allir til að sigra,“ sagði Gunnhildur aðspurð hvort gangur og úrslit leiksins hafi komið henni á óvart.Snæfell-Valur 69-62 (19-12, 13-17, 17-13, 20-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/6 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3.Valur: Karisma Chapman 28/16 fráköst/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 11/13 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Snæfell vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 69-62, en Valskonur minnkuðu muninn í eitt stig, 60-59, þegar aðeins rúm mínúta var eftir og þær fengu síðan tækifæri til að komast yfir. Valskonur fóru hinsvegar á taugum í lokin, töpuðu boltanum hvað eftir annað og heimakonur í Snæfelli tryggðu sér sjö stiga sigur eftir mikinn spennuleik. Haiden Denise Palmer var með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún skoraði sjö stig á lokakaflanum. Systurnar Gunnhildur (20 stig) og Berglind Gunnarsdætur (15 stig) skoruðu saman 35 stig og tóku 13 fráköst en þær hittu úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Karisma Chapman var með 28 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta hjá Val og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 13 fráköst. Strax frá upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin er hafin. Snæfellskonur byrjuðu gríðarlega vel og keyrðu upp hraðan á fyrstu mínútunum. Fyrstu stigin komu fljótlega frá Berglindi Gunnarsdóttur og Haiden Denise Palmer en eftir u.þ.b. fimm mínútur var staðan orðin 17-6. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé sem reyndist hárétt ákvörðun en Valskonur náðu að stöðva flæði Snæfells verulega það sem eftir var af fyrsta leikhlutanum sem lauk 19-12. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti hafði endað. Valskonur spiluðu öfluga vörn og Snæfell átti í erfiðleikum með að ná upp því flæði sem einkenndi leik þeirra í byrjun leiks. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði þrist á 13. Mínútu sem kveikti í stuðningsfólki Snæfells en virtist jafnframt kveikja í Valskonum sem gáfu ekkert eftir og skoruðu jafn og þétt þangað til að þær voru búnar að jafna á 15. mínútu. Staðan í leikhlé var 32-29 og greinilegt að hér stefndi í hörku leik. Í seinni hálfleik skoraði Berglind Gunnarsdóttir fyrstu stigin eftir u.þ.b. tveggja mínútna varnarkafla þar sem bæði lið sýndu hörku varnarleik. Þriðji leikhluti stefndi í að verða vendipunktur leiksins en á tímabili leit út fyrir að Snæfell væri að stinga af. Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði tvo þrista í áhlaupi Snæfells en staðan eftir leikhlutann 49-42. Karisma Chapman skoraði fyrstu stigin í fjórða leikhluta og greinilegt að þessi leikur langt í frá að vera búin. Staðan 49-46 eftir rúmlega 33 mínútur og Valskonur aftur í leiknum eftir áhlaupið í þriðja leikhluta. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði glæsilegan þrist á 34. mínútu og jafnaði leikin. Mjög jafnt var með liðunum það sem eftir var og skiptust þau á að skora. Á endanum var það ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem ljóst var að Valskonur kæmu ekki til með að vinna leikin í kvöld en leikurinn kláraðist á vítalínunni. Lokatölur í Hólminum 69-62 og staðan í einvíginu 1-0. Ari Gunnarsson: Mjög ánægður með liðið mitt „Það er svekkjandi að tapa en ég er mjög ánægður með liðið mitt.. Við gerðum það sem við ætluðum að gera – að vera í leiknum. Okkur tókst það en þetta datt þeirra megin núna," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir naumt tap í Stykkishólmi „Öll lið leggja upp með að spila góðan varnaleik og okkur tókst það vel í dag að halda þeim niðri. Snæfell fékk kannski full auðveld skot á tíma," sagði Ari.Ingi Þór: Fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar „Valsliðið er búið að spila vel eftir áramót og mér fannst við varnalega séð of götóttar. Við vorum að missa þær of sterkt á körfuna en við fengum þvílíka frammistöðu frá fyrirliðanum okkar en hún sá sóknarlega séð um þetta fyrir okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við áttum ekki frábæran leik og Valsararnir áttu ekki heldur sinn besta leik. En það spyr engin að því. Staðan er 1-0 og nú er bara okkar næsta verkefni að undirbúa okkur fyrir Valshöllina á laugardaginn," sagði Ingi Þór.Gunnhildur: Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim „Flottur leikur en margt sem má bæta á báðum endum vallarins hjá báðum liðum. Mér fannst við góðar að halda þetta út. Við náðum aldrei að losa okkur frá þeim en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum," sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Þetta er úrslitakeppni og það skiptir engu máli hvað þú ert búin að vinna marga leiki í deildarkeppninni eða hvar þú stendur í deildinni. Þetta er ný keppni og auðvitað mæta allir til að sigra,“ sagði Gunnhildur aðspurð hvort gangur og úrslit leiksins hafi komið henni á óvart.Snæfell-Valur 69-62 (19-12, 13-17, 17-13, 20-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 20/6 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3.Valur: Karisma Chapman 28/16 fráköst/5 stolnir, Ragnheiður Benónísdóttir 11/13 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira