Beinin segja mikla sögu Birta Björnsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:30 Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala. Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala.
Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira