Vernda fólk sem vill geta neitað hinsegin fólki um þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2016 17:33 Frá gleðigöngunni í Bandaríkjunum vísir/getty Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum. Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Öldungadeild ríkisþings Mississippi í Bandaríkjunum samþykkti í vikunni ný lög sem mismuna hinsegin fólki en löggjöfin er af mörgum talin ganga lengst allra þeirra laga sem samþykkt hafa verið í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna og skerða réttindi hinsegin fólks. Lagafrumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 17 og er kallað „trúfrelsisfrumvarpið.“ Það felur það vernd fyrir einstaklinga, trúfélög og ákveðin fyrirtæki sem neita að þjónusta hinsegin fólk. Þá felur það jafnframt í sér vernd fyrir þá sem neita að viðurkenna kyn transfólks. Repúblikanar fara með meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild ríkisþingsins en strax í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt lögðu demókratar fram breytingatillögu svo kjósa þarf aftur í næstu viku. Það er þó talið að það breyti engu þar sem repúblikanir segja dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í júní í fyrra um að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg í öllum ríkjum landsins skapa vandamál fyrir fólk sem er trúað. „Þessi löggjöf verndar þá sem geta ekki með góðri samvisku þjónustað hjón af sama kyni. Þetta felur ekki í sér mismunun,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn Jennifer Branning. Demókratar hafa mótmælt löggjöfinni harðlega sem og þeir sem barist hafa fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Vilja þeir meina að mikil mismunun felist í lögunum þar sem fólki er veittur réttur til þess að neita hinsegin fólki um þjónustu, vörur, læknisþjónustu, húsnæði og atvinnu. „Þetta er væntanlega versta trúfrelsisfrumvarp allra tíma,“ segir Ben Needham, baráttumaður fyrir réttindum hinsegins fólks í Suðurríkjunum.
Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira