Það sem ég óttast mest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. mars 2016 00:00 Ótti er eðlilegasta tilfinning í heimi. Sumir eru flughræddir, aðrir óttast útlendinga. Margir hræðast köngulær og einu sinni sá ég meira að segja viðtal við mann sem var logandi hræddur við ferskjur. Nei, óttinn þarf ekki endilega að vera rökréttur. Ég var til dæmis dauðhræddur á sínum tíma við gangsetningu öreindahraðalsins í CERN. Með hækkandi aldri fækkar samt þeim hlutum sem ég hræðist en eitt og annað hefur bæst við. Eins og upphengd klósett, sem er líklega það sem ég óttast mest af öllu. Í fullkomnum heimi þar sem allir væru vel undir kjörþyngd væri upphengda klósettið frábær uppfinning. Fyrst og fremst vegna þess hversu mikið auðveldara er að þrífa það og í kringum það. Raunveruleikinn er hins vegar sá að upphengd klósett virka stórhættuleg. Þau eru búin til úr postulíni. Þið vitið, sama efni og bollinn sem amma ykkar drekkur te úr. Þess vegna dettur mér ekki til hugar að láta allan minn þunga hvíla á upphengdu klósetti. Þetta er að vísu góð æfing fyrir kálfana en baðherbergið á að vera griðastaður, ekki líkamsræktarstöð. Það er bara tímaspursmál hvenær ég hlunkast niður í gólfið með klósettið undir mér. Í besta falli mun ég þurfa að hringja skömmustulegur í pípara. Í versta falli mun brotið postulínið skera í sundur slagæð hvors læris fyrir sig. Þessi atburðarás spilast í hausnum á mér í hvert sinn sem ég tylli mér titrandi á þessa dauðagildru. Ég ligg ósjálfbjarga á baðherbergisgólfinu með buxurnar á hælunum og finn hvernig kalt klósettvatnið umlykur mig. Ég heyri högg og hróp í fjarska þar sem einhver reynir að brjóta sér leið inn á harðlæst baðið. Svo fjarlægist hljóðið hægt og rólega á meðan mér blæðir út.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Ótti er eðlilegasta tilfinning í heimi. Sumir eru flughræddir, aðrir óttast útlendinga. Margir hræðast köngulær og einu sinni sá ég meira að segja viðtal við mann sem var logandi hræddur við ferskjur. Nei, óttinn þarf ekki endilega að vera rökréttur. Ég var til dæmis dauðhræddur á sínum tíma við gangsetningu öreindahraðalsins í CERN. Með hækkandi aldri fækkar samt þeim hlutum sem ég hræðist en eitt og annað hefur bæst við. Eins og upphengd klósett, sem er líklega það sem ég óttast mest af öllu. Í fullkomnum heimi þar sem allir væru vel undir kjörþyngd væri upphengda klósettið frábær uppfinning. Fyrst og fremst vegna þess hversu mikið auðveldara er að þrífa það og í kringum það. Raunveruleikinn er hins vegar sá að upphengd klósett virka stórhættuleg. Þau eru búin til úr postulíni. Þið vitið, sama efni og bollinn sem amma ykkar drekkur te úr. Þess vegna dettur mér ekki til hugar að láta allan minn þunga hvíla á upphengdu klósetti. Þetta er að vísu góð æfing fyrir kálfana en baðherbergið á að vera griðastaður, ekki líkamsræktarstöð. Það er bara tímaspursmál hvenær ég hlunkast niður í gólfið með klósettið undir mér. Í besta falli mun ég þurfa að hringja skömmustulegur í pípara. Í versta falli mun brotið postulínið skera í sundur slagæð hvors læris fyrir sig. Þessi atburðarás spilast í hausnum á mér í hvert sinn sem ég tylli mér titrandi á þessa dauðagildru. Ég ligg ósjálfbjarga á baðherbergisgólfinu með buxurnar á hælunum og finn hvernig kalt klósettvatnið umlykur mig. Ég heyri högg og hróp í fjarska þar sem einhver reynir að brjóta sér leið inn á harðlæst baðið. Svo fjarlægist hljóðið hægt og rólega á meðan mér blæðir út.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun