Innlent

Vigdís segir Jómfrúamálið einkennast af lægstu hvötum mannkyns

Jakob Bjarnar skrifar
Þegar Vigdís spurði um listamannalaun maka þingmanna þá varð allt vitlaust. En, nú þegar spurt er um reikninga maka forsætisráðherra úti á Tortúla þá verður, allt líka vitlaust?
Þegar Vigdís spurði um listamannalaun maka þingmanna þá varð allt vitlaust. En, nú þegar spurt er um reikninga maka forsætisráðherra úti á Tortúla þá verður, allt líka vitlaust?
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, furðar sig á umræðunni um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, í því sem nefnt hefur verið Jómfrúamálið. Það er með vísan til upplýsinga sem fram komu nýverið, þess efnis að eiginkona Sigmundar Davíðs hafi verið meðal kröfuhafa á íslensku bankana og að hún geymi fé sitt á reikningi í skattaskjóli á bresku Jómfrúaeyjunum.

Vigdís deilir grein Þorsteins Sæmundssonar þingmanns, sem Vísir hefur fjallað um en þar hellir þingmaðurinn sér yfir þá sem gagnrýnt hafa Sigmund Davíð, á Facebookvegg sinn og er Þorsteini innilega sammála. Í umræðu um málið í þræði þar undir spyr Vigdís:

„... viljið þið vera svo væn að benda mér á hvar lögbrot hefur átt sér stað? Þetta mál er keyrt áfram af lægstu hvötum mannkyns - vænisýki og afbrýðisemi - en það kunna vinstri menn best af öllum - það ætlaði allt af hjörum á síðasta kjörtímabili - út í mig - þegar ég gerði athugasemdir við að tveir makar ráðherra fengu úthlutað listamannalaunum úr ríkissjóði !!!“


Tengdar fréttir

Þingmenn ræða vantraust á Sigmund

Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×