Rúnar Arnórsson, kylfingur úr GK og Minnesota-háskólann, fagnaði sigri á háskólamóti í Lakeside í Kaliforníu í dag.
Rúnar spilaði frábært golf á fyrsta keppnisdeginu er hann kom í hús á 62 höggum eða tíu höggum undir pari.
Sjá einnig: Ótrúlegur hringur Rúnars
Hann spilaði hina tvo hringina á 71 og 74 höggum og endaði á samtals níu höggum undir pari. Næsti maður á eftir honum var á sex höggum undir pari.
Rúnar vann öruggan sigur

Tengdar fréttir

Ótrúlegur hringur Rúnars | Spilaði á 62 höggum
Rúnar Arnórsson var langfyrstur eftir fyrsta keppnisdag á móti í Bandaríkjunum.