Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna.
Helena hefur farið fyrir liði Hauka sem varð deildarmeistari og Ingi Þór hefur stýrt Snæfellsliðinu í toppslag enn eitt árið.
Stjörnustúlkan Margrét Kara Sturludóttir fékk síðan verðlaun fyrir að vera mesti dugnaðarforkurinn.
Svo var úrvalslið einnig valið og það má sjá hér að neðan.
Úrvalslið seinni hluta Dominos-deildar kvenna:
Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Haiden Denise Palmer, Snæfell
Helena Sverrisdóttir, Haukar
Sandra Lind Þrastardóttir, Keflavík
Helena og Ingi Þór best
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
