Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 11:00 Vísir/Getty „Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði