Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2016 20:45 Vísir/getty Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira