Danski knattspyrnumaðurinn Jonas Borring hefur ákveðið að yfirgefa Randers eftir að upp komst eiginkona hans hafi haldið framhjá honum með fyrirliða liðsins.
Christian Keller, er fyrirliði Randers, og átti hann í ástarsambandi við Kira Egsgaard, eiginkonu Jonas Borring.
„Eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega þá hef ég ákveðið að yfirgefa félagið. Þetta hefur einfaldlega tekið og mikið á andlega,“ segir Borring.
Sjá einnig: Fyrirliðinn hélt við eiginkonu liðsfélaga
„Félagið skiptir mig miklu máli og það er mjög erfitt að fara frá aðdáendum klúbbsins sem hafa ávallt staðið þétt við bakið á mér.“
Borring er nú skilinn við konuna, Kira, en þau búa samt enn í sama húsi með börnum sínum. Þjálfari Randers, Colin Todd, er búinn að setja Keller á bekkinn.
„Hann segir að ég sé á bekknum þar sem aðrir menn séu betri en ég í augnablikinu. Ég virði það og félagið. Ég fer eftir því sem stjórinn segir,“ sagði Keller í vikunni.
Fyrirliðinn hefur ekki rætt við Borring síðan að málið komst upp.

