Eiginkona hans, Jillian Dempsey, hefur hafið framleiðslu á blautum augnskuggum sem hún kallar lidtints, og til þess að sýna hvernig varan virkar fékk hún auðvitað engan annan en sjarmatröllið eiginmann sinn til þess að vera módel í stuttu myndbandi fyrir vöruna.
Myndbandið birti Patrick svo á Instagram síðu sinni, sem er ekkert sérstaklega leiðinlegt að renna yfir.
Nú er bara að bíða og vona að þetta sé upphafið á fyrirsætuferli hans, þar sem hann ætti að hafa nógan tíma, fyrst höfundur Grey's Anatomy þáttana gerðist svo djörf að skrifa hann úr þáttunum.