Markið var í glæsilegri kantinum en Vardy stýrði sendingu Nathaniels Clyne með hælnum framhjá Manuel Neur í marki Þjóðverja og jafnaði metin í 2-2.
Markið kom á 75. mínútu en Vardy var þá aðeins búinn að vera inni á vellinum í fjórar mínútur. Það var svo Eric Dier sem tryggði Englendingum sigurinn með sínu fyrsta landsliðsmarki í uppbótartíma.
Sjá einnig: Vardy fyrsti Leicester-maðurinn í 31 ár sem skorar fyrir England
Vardy hefur slegið í gegn með Leicester City í vetur en hann er næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk.
Fyrsta landsliðsmark Vardy má sjá hér að neðan.