Yfirmaður umferðar- og almenningsöryggis í París staðfesti í dag að öryggisgæsla yrði hert fyrir æfingarleik Frakklands gegn Rússlandi á morgun.
Greindi Laurent Simonin frá því að leyniskyttur yrðu að störfum nálægt vellinum og á vellinum yrði sérstök öryggislögregla á meðan leikurinn færi fram.
Verður þetta fyrsti leikur franska landsliðsins á heimavelli frá hryðjuverkaárásunum í París í nóvember þegar tveir menn frömdu sjálfsmorð með því að sprengja sig upp fyrir utan völlinn.
Sjá einnig:Forsætisráðherra Frakklands: EM verður haldið
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklandi, sagði á dögunum að EM myndi fara fram þar í landi í sumar þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar í París á síðasta ári og í Brussel í síðustu viku.
Leyniskyttur að störfum fyrir utan Stade de France á morgun

Tengdar fréttir

Forsætisráðherra Frakklands: EM verður haldið
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklandi, segir að EM muni fara fram þar í landi í sumar þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar í París á síðasta ári og í Brussel í síðustu viku.

Fyrsti leikurinn á Stade de France eftir hryðjuverkaárásina
Stade de France var eitt af skotmörkunum í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember. Þá voru Frakkar að spila við Þjóðverja.