Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Geir Sveinsson var síðast þjálfari Magdeburg í Þýskalandi og hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið. Fréttablaðið/getty Þrátt fyrir að Ísland spili landsleik í handbolta á sunnudaginn hefur eftirmaður Arons Kristjánssonar, sem hætti eftir slæmt gengi strákanna okkar á EM í Póllandi, ekki verið fundinn. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum þétt að sér eins og áður hefur komið fram og gerir það enn. Hann vildi ekkert segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, hvort HSÍ ætti í viðræðum við einn þjálfara eða fleiri, íslenskan eða erlendan. „Þetta skýrist mjög fljótlega,“ sagði Guðmundur sem heldur enn í vonina um að nýr þjálfari muni stýra íslenska landsliðinu í Ósló á sunnudag en Ísland mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 3. og 5. apríl. Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði „Ég vona að nýr þjálfari verði á hliðarlínunni í Noregi en get þó ekkert fullyrt um það. Það var alltaf áætlunin að klára þessi mál fyrir leikina í Noregi og það stendur enn til,“ bætti formaðurinn við en leit hans að nýjum þjálfara hefur staðið yfir síðan Aron steig til hliðar þann 22. janúar. Landsliðið mun halda hópinn áfram út vikuna eftir síðari leikinn gegn Noregi og undirbúa mikilvæga landsleiki gegn Portúgal í júní í undankeppni HM 2017 í Frakklandi. Leikirnir fara fram 12. og 16. júní og ræðst þá hvort Ísland verði með í sinni átjándu heimsmeistarakeppni eða missi af sinni fyrstu keppni síðan 2009. Sjá einnig: Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Geir Sveinsson þykir samkvæmt óstaðfestum heimildum Fréttablaðsins helst koma til greina sem nýr landsliðsþjálfari en hann hefur ekki viljað veita viðtal um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Kristján Arason er einnig orðaður við starfið, sem og Óskar Bjarni Óskarsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafnaði hinn sænski Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg í Þýskalandi, starfstilboði HSÍ fyrr í vetur. Handbolti Tengdar fréttir Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08 Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland spili landsleik í handbolta á sunnudaginn hefur eftirmaður Arons Kristjánssonar, sem hætti eftir slæmt gengi strákanna okkar á EM í Póllandi, ekki verið fundinn. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum þétt að sér eins og áður hefur komið fram og gerir það enn. Hann vildi ekkert segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, hvort HSÍ ætti í viðræðum við einn þjálfara eða fleiri, íslenskan eða erlendan. „Þetta skýrist mjög fljótlega,“ sagði Guðmundur sem heldur enn í vonina um að nýr þjálfari muni stýra íslenska landsliðinu í Ósló á sunnudag en Ísland mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 3. og 5. apríl. Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði „Ég vona að nýr þjálfari verði á hliðarlínunni í Noregi en get þó ekkert fullyrt um það. Það var alltaf áætlunin að klára þessi mál fyrir leikina í Noregi og það stendur enn til,“ bætti formaðurinn við en leit hans að nýjum þjálfara hefur staðið yfir síðan Aron steig til hliðar þann 22. janúar. Landsliðið mun halda hópinn áfram út vikuna eftir síðari leikinn gegn Noregi og undirbúa mikilvæga landsleiki gegn Portúgal í júní í undankeppni HM 2017 í Frakklandi. Leikirnir fara fram 12. og 16. júní og ræðst þá hvort Ísland verði með í sinni átjándu heimsmeistarakeppni eða missi af sinni fyrstu keppni síðan 2009. Sjá einnig: Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Geir Sveinsson þykir samkvæmt óstaðfestum heimildum Fréttablaðsins helst koma til greina sem nýr landsliðsþjálfari en hann hefur ekki viljað veita viðtal um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Kristján Arason er einnig orðaður við starfið, sem og Óskar Bjarni Óskarsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafnaði hinn sænski Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg í Þýskalandi, starfstilboði HSÍ fyrr í vetur.
Handbolti Tengdar fréttir Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08 Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Sjá meira
Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00