Af arðgreiðslum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2016 07:00 Það er óforsvaranlegt að hluthafar holi tryggingafélögin að innan ef þau starfa á ábyrgð okkar skattgreiðenda. Og það er fyrirsláttur að halda því fram að neytendur geti lýst vanþóknun á arðgreiðslum með því að skipta um tryggingafélag. Stóru tryggingafélögin þrjú eru hlutafélög og eiga vátryggingartakar því ekki eignir sem félögin nota á móti vátryggingarskuld. Ákvæði hlutafélagalaga og laga um vátryggingarstarfsemi gilda um arðgreiðslurnar. Arðgreiðslurnar eru lögmætar en eru þær tilhlýðilegar? Og standast þær siðferðilega skoðun? VÍS, TM og Sjóvá ætla að greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða króna í arð vegna rekstrar síðasta árs. VÍS greiðir arð sem er meira en tvöfaldur hagnaður ársins. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt VÍS og Sjóvá hafi ekki greitt arð til hluthafa á árunum 2009-2013. Sjóvá var gjaldþrota eftir hrunið og ríkissjóður þurfti að bjarga félaginu með eiginfjárframlagi. Gerð voru ævintýraleg mistök þegar ráðist var í björgunarleiðangur á kostnað skattgreiðenda í stað þess að selja vátryggingarsamninga viðskiptavina Sjóvár og setja félagið í slitameðferð. Tjón ríkisins vegna þess er þegar orðið rúmlega 4 milljarðar króna. Ríkissjóður fékk síðar 13 prósent í Sjóvá sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis í algjörlega aðskildum viðskiptum. Ákvörðun um arðgreiðslu hjá VÍS er sérstaklega einkennileg en félagið ætlar að greiða 5 milljarða arð þótt hagnaður félagsins í fyrra hafi numið 2,1 milljarði króna. Erfitt er að sjá að arðgreiðslan standist skoðun jafnvel þótt gjaldþol VÍS leyfi slíka arðgreiðslu og hún sé heimil í krafti Solvency II reglnanna. Þær ákvarðanir VÍS að senda bréf á viðskiptavini sína í lok nóvember þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu og síðan ákvörðun í lok febrúar um arðgreiðsluna virka ekki gáfulegar. Héldu stjórnendur og stjórnarmenn VÍS að arðgreiðslan yrði ekki sett í samhengi við bréfið sem sent var á viðskiptavini í nóvember eða hefur þetta fólk bara yfirsýn yfir tvo mánuði í senn? Héldu stjórnendur VÍS að fólki þætti eðlilegt að greiddur yrði út arður sem væri tvöfalt hærri en hagnaður ársins á undan? Þar fyrir utan gaf VÍS út víkjandi skuldabréf fyrir tvo milljarða króna í lok síðasta mánaðar sem vekur spurningar um hvort arðgreiðslan verði fjármögnuð að hluta með láni. Ef ég væri hluthafi í VÍS væri mér ekki rótt yfir dómgreind stjórnenda tryggingafélagsins. Það sem er hins vegar mesta áhyggjuefnið við háar arðgreiðslur tryggingafélaga er viðurkenningin á því að þau starfi í skjóli óbeinnar ríkisábyrgðar. Arðgreiðslurnar veikja félögin fjárhagslega en þegar þau lenda í vandræðum fáum við skattgreiðendur þau í fangið. Það er jafnframt hægara sagt en gert fyrir viðskiptavini tryggingafélaga að færa sig annað jafnvel þótt gildandi lagaheimildir geri þeim kleift að flytja sig strax, eins og FME áréttaði með yfirlýsingu á mánudag. Það eru þrjú fyrirtæki ráðandi á þessum markaði og þau eru öll að greiða svimandi háan arð. Hvert ættu neytendur að færa sig? Það er kannski eitt félag í viðbót að bjóða sömu þjónustu. Að þessu virtu virka tilmæli FME til neytenda, um að þeir geti sýnt óánægju sína í verki með því að skipta um tryggingafélag, dálítið sérkennileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Það er óforsvaranlegt að hluthafar holi tryggingafélögin að innan ef þau starfa á ábyrgð okkar skattgreiðenda. Og það er fyrirsláttur að halda því fram að neytendur geti lýst vanþóknun á arðgreiðslum með því að skipta um tryggingafélag. Stóru tryggingafélögin þrjú eru hlutafélög og eiga vátryggingartakar því ekki eignir sem félögin nota á móti vátryggingarskuld. Ákvæði hlutafélagalaga og laga um vátryggingarstarfsemi gilda um arðgreiðslurnar. Arðgreiðslurnar eru lögmætar en eru þær tilhlýðilegar? Og standast þær siðferðilega skoðun? VÍS, TM og Sjóvá ætla að greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða króna í arð vegna rekstrar síðasta árs. VÍS greiðir arð sem er meira en tvöfaldur hagnaður ársins. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt VÍS og Sjóvá hafi ekki greitt arð til hluthafa á árunum 2009-2013. Sjóvá var gjaldþrota eftir hrunið og ríkissjóður þurfti að bjarga félaginu með eiginfjárframlagi. Gerð voru ævintýraleg mistök þegar ráðist var í björgunarleiðangur á kostnað skattgreiðenda í stað þess að selja vátryggingarsamninga viðskiptavina Sjóvár og setja félagið í slitameðferð. Tjón ríkisins vegna þess er þegar orðið rúmlega 4 milljarðar króna. Ríkissjóður fékk síðar 13 prósent í Sjóvá sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis í algjörlega aðskildum viðskiptum. Ákvörðun um arðgreiðslu hjá VÍS er sérstaklega einkennileg en félagið ætlar að greiða 5 milljarða arð þótt hagnaður félagsins í fyrra hafi numið 2,1 milljarði króna. Erfitt er að sjá að arðgreiðslan standist skoðun jafnvel þótt gjaldþol VÍS leyfi slíka arðgreiðslu og hún sé heimil í krafti Solvency II reglnanna. Þær ákvarðanir VÍS að senda bréf á viðskiptavini sína í lok nóvember þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu og síðan ákvörðun í lok febrúar um arðgreiðsluna virka ekki gáfulegar. Héldu stjórnendur og stjórnarmenn VÍS að arðgreiðslan yrði ekki sett í samhengi við bréfið sem sent var á viðskiptavini í nóvember eða hefur þetta fólk bara yfirsýn yfir tvo mánuði í senn? Héldu stjórnendur VÍS að fólki þætti eðlilegt að greiddur yrði út arður sem væri tvöfalt hærri en hagnaður ársins á undan? Þar fyrir utan gaf VÍS út víkjandi skuldabréf fyrir tvo milljarða króna í lok síðasta mánaðar sem vekur spurningar um hvort arðgreiðslan verði fjármögnuð að hluta með láni. Ef ég væri hluthafi í VÍS væri mér ekki rótt yfir dómgreind stjórnenda tryggingafélagsins. Það sem er hins vegar mesta áhyggjuefnið við háar arðgreiðslur tryggingafélaga er viðurkenningin á því að þau starfi í skjóli óbeinnar ríkisábyrgðar. Arðgreiðslurnar veikja félögin fjárhagslega en þegar þau lenda í vandræðum fáum við skattgreiðendur þau í fangið. Það er jafnframt hægara sagt en gert fyrir viðskiptavini tryggingafélaga að færa sig annað jafnvel þótt gildandi lagaheimildir geri þeim kleift að flytja sig strax, eins og FME áréttaði með yfirlýsingu á mánudag. Það eru þrjú fyrirtæki ráðandi á þessum markaði og þau eru öll að greiða svimandi háan arð. Hvert ættu neytendur að færa sig? Það er kannski eitt félag í viðbót að bjóða sömu þjónustu. Að þessu virtu virka tilmæli FME til neytenda, um að þeir geti sýnt óánægju sína í verki með því að skipta um tryggingafélag, dálítið sérkennileg.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun