Ogier í svigi gegnum kúahjörð Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 11:18 Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður
Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður