Ogier í svigi gegnum kúahjörð Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 11:18 Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent