Hannes Þór Halldórsson er á leið til Bodö í Noregi þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarfélaginu Bodö/Glimt.
Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net í dag en hann var þá staddur í Osló. „Ég er að bíða eftir tengiflugi og fer í læknisskoðun í kvöld. Það liggur fyrir samkomulag milli allra aðila,“ segir Hannes sem býst við því að skrifa undir ef læknisskoðunin fer vel.
Sjá einnig: Hannes á leið til Noregs
Hannes hefur ekkert spilað síðan í haust en þá fór hann úr axlarlið. Endurhæfingin hefur þó gengið vel en Hannes er á mála hjá NEC Nijmegen í hollensku deildinni.
Það eru því ágætar líkur á því að Hannes verði klár í slaginn þegar Ísland mætir Danmörku og Grikklandi í vináttulandsleikjum síðar í þessum mánuði.
Hannes á leið í læknisskoðun

Tengdar fréttir

Hannes minnir á sig með frábæru myndbandi
Átti frábært tímabil árið 2015 áður en hann fór úr axlarlið í haust.

Hannes á leið til Noregs
Landsliðsmarkvörðurinn spilar samkvæmt norskum miðlum með Bodö/Glimt fram að EM.

Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér
Markvörðurinn þakkar fyrir batakveðjurnar þar sem hans bíða nú nokkrir mánuðir í endurhæfingu vegna meiðsla.

Hannes Þór fær samkeppni | Fyrrum markvörður Liverpool að semja við NEC
Landsliðsmarkvörðurinn fær verðuga samkeppni þegar hann snýr aftur úr meiðslum en NEC samdi í dag við fyrrum markmann Liverpool og ástralska landsliðsins.

Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi
Landsliðsmarkvörðurinn allur að koma til eftir meiðsli og stefnir á að vera með landsliðinu í vináttuleikjunum í lok mánaðar.