Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. mars 2016 09:00 Margrét og Una með dömubindin sem verða fáanleg á salernum Hagaskóla í næstu viku. Visir/Vilhelm Í næstu viku verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“. Una Torfadóttir, ein þeirra sem unnu Skrekk í fyrra með atriðinu „Elsku stelpur“, tilkynnti þetta í lok fyrirlesturs síns um tilurð og eftirmála atriðsins. Þessi dóttir þingmannsins Svandísar Svavarsdóttur er nú í tíunda bekk þar og mjög virk í feministafélaginu. Formaður félagsins og stofnandi heitir Margrét Snorradóttir, vinkona Unu sem einnig tók þátt í siguratriði Skrekks í fyrra. „Við erum að berjast fyrir því að borgin útvegi dömubindi og túrtappa á klósett í öllum skólum,“ sagði Una í viðtali við Vísi skömmu eftir að hún lauk erindi sínu á málþinginu. „Við viljum skapa þrýsting á borgaryfirvöld þess efnis að þetta verði svona á öllum almenningssalernum sem eru rekin af borginni. Vonandi taka einkafyrirtæki við sér líka. Þetta er í rauninni alveg jafn sjálfsagt og að hafa klósettpappír og sápu“. Ronja fékk styrk frá heildsölunum Nathan & Olsen og Isam sem skaffa félaginu 500 túrtappa og dömubindi af lagerum sínum. Á fræðsluvikunni verður líka sýnt myndband sem félagið vann á göngum skólans. „Við gengum á milli krakka í skólanum og spurðum þau hvað þau vissu um blæðingar? Við ætlum svo að selja kökur, kex og svoleiðis dóteri. Svo vonandi verður haldið umræðukvöld líka,“ segir Una að lokum. Skrekkur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Í næstu viku verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“. Una Torfadóttir, ein þeirra sem unnu Skrekk í fyrra með atriðinu „Elsku stelpur“, tilkynnti þetta í lok fyrirlesturs síns um tilurð og eftirmála atriðsins. Þessi dóttir þingmannsins Svandísar Svavarsdóttur er nú í tíunda bekk þar og mjög virk í feministafélaginu. Formaður félagsins og stofnandi heitir Margrét Snorradóttir, vinkona Unu sem einnig tók þátt í siguratriði Skrekks í fyrra. „Við erum að berjast fyrir því að borgin útvegi dömubindi og túrtappa á klósett í öllum skólum,“ sagði Una í viðtali við Vísi skömmu eftir að hún lauk erindi sínu á málþinginu. „Við viljum skapa þrýsting á borgaryfirvöld þess efnis að þetta verði svona á öllum almenningssalernum sem eru rekin af borginni. Vonandi taka einkafyrirtæki við sér líka. Þetta er í rauninni alveg jafn sjálfsagt og að hafa klósettpappír og sápu“. Ronja fékk styrk frá heildsölunum Nathan & Olsen og Isam sem skaffa félaginu 500 túrtappa og dömubindi af lagerum sínum. Á fræðsluvikunni verður líka sýnt myndband sem félagið vann á göngum skólans. „Við gengum á milli krakka í skólanum og spurðum þau hvað þau vissu um blæðingar? Við ætlum svo að selja kökur, kex og svoleiðis dóteri. Svo vonandi verður haldið umræðukvöld líka,“ segir Una að lokum.
Skrekkur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira