Það var Peter Orry Larsen sem skoraði eina mark leiksins á 47. mínútu.
Aron Elís lenti í slæmu samstuði við markvörð Stabæk í seinni hálfleik og fór í kjölfarið af velli. Hann nefnbrotnaði eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Daníel Leó Grétarsson sat á bekknum allan tímann hjá Álasundi.
Theodór Elmar Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir AGF sem tapaði, 2-1, í mikilvægum fallslag í Danmörku. AGF er í tíunda sæti í tólf liða deild en Esbjerg er nú aðeins tveim stigum á eftir AGF.
Broken nose at the hospital, finally i get to try one of those masks! Great to start with a win! #aafk pic.twitter.com/2GPR816gas
— Aron Þrándarson (@aronthrandar) March 11, 2016