Kosið er til fylkisþinga í þremur sambandsfylkjum Þýskalands í dag og eru kosningarnar taldar verða prófsteinn á stefnu Angelu Merkel í innflytjenda- og flóttamannamálum. Nýr flokkur sem kallar sig Val fyrir Þýskaland er talinn muna ná nokkru fylgi í kosningunum en hann berst gegn stefnu Merkel í þessum málaflokkum.
Rúmlega milljón flóttamenn komu til Þýskalands í fyrra. Merkel sagði fréttamönnum í gær að hún „krossaði fingurna“ fyrir kosningarnar í dag. Kannanir gera ráð fyrir að Kristilegir demókratar, flokkur Merkel, verði áfram stærsti flokkurinn í Saxlandi. Þá benda kannanir til að Græningjar muni tapa stórt í Baden-Wuertemberg, þar sem flokkurinn er stærstur flokka nú.
Í Rhineland-Palatinate, þar sem Kristilegir demókratar, komust nálægt því að verða næst stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, er baráttan talin vera hnífjöfn. Vali fyrir Þýskaland er spáð allt að nítján prósentum atkvæða í Saxlandi.
Merkel krossar fingur fyrir kosningar í dag
Heimir Már Pétursson skrifar
