Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 15:58 Eins og sjá má er landið illa farið á leiðinni niður á Sólheimasand. mynd/benedikt bragason og Magnús Már Byron „Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira