Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Þórdís Valsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 15. mars 2016 07:00 Konurnar bjuggu í þessu húsi og saumuðu föt fyrir Vonta International, undirverktaka Icewear. Mynd/Þórhildur Þorkelsdóttir Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“ Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“
Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15