Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:56 Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Borgunarmálið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Borgunarmálið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira