Rúrik: Betra að sýna hlutina í verki inn á vellinum en að hringja í blaðamenn að fyrra bragði Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 17:00 Rúrik Gíslason hefur verið frá síðan í október. vísir/valli Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira