Ögmundur skaut Hammarby í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 20:49 Ögmundur var hetjan í kvöld. mynd/aikfotboll.se Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira