Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 13:11 John Kasich vann sigur í forkosningum Repúblikana í Ohio í gær. Vísir/AFP Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20