Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 13:11 John Kasich vann sigur í forkosningum Repúblikana í Ohio í gær. Vísir/AFP Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Sigur John Kasich í Ohio í forkosningum Repúblikana í gær eykur líkurnar á að enginn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Ólíkegt þykir að helsti andstæðingur Trumps, Ted Cruz, komi til með að taka fram úr Trump og þrátt fyrir sigur sinn í Ohio er John Kasich langt á eftir bæði þeim Cruz og Trump í baráttunni um kjörmennina.Sjá einnig: Hver er þessi John Kasich?Ted Cruz þykir líkt og Donald Trump mjög umdeildur innan Repúblikanaflokksins.Vísir/AFPKlofið flokksþing Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Cruz 395 og Kasich 138. Marco Rubio var búinn að tryggja sér 168 kjörmenn, en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forkosningunum í Flórída, heimaríki Rubio, tilkynnti hann að hann hugðist draga sig í hlé.Cruz vill tveggja manna baráttu Cruz sagði Repúblikana nú standa frammi fyrir skýru vali. „Einungis tveir eiga möguleika á tilnefningu – ég og Donald Trump. Enginn annar á tölfræðilega möguleika á að vinna.“ Cruz vonast nú til að geta fengið kjósendur Rubio til að kjósa sig og sameina andstæðinga Trump. Cruz þykir hins vegar líkt og Trump mjög umdeildur innan flokksins vegna framgöngu sinnar í öldungadeild þingsins.Sjá einnig:Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið Síðasta klofna flokksþing stóru bandarísku flokkanna fór fram árið 1952 þar sem Adlai Stevenson var tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Annar frambjóðandi, Estes Kefauver, var hins vegar búinn að tryggja sér flesta kjörmenn fyrir flokksþingið. Kasich sagðist í sigurræðu sinni reiðubúinn að berjast fyrir tilnefningunni allt fram á landsfundinn sem hefst í Cleveland í Ohio-ríki þann 18. júlí. Virðist sem hann treysti á að fulltrúar á flokksþinginu geti sammælst um að hann verði frambjóðandi flokksins til að kom í veg fyrir tilnefningu Cruz eða Trump.Donald Trump leiðir kapphlaupið.Vísir/AFPÓttast að missa meirihluta í báðum deildum þingsins Í frétt VG segir að Repúblikanar óttist margir að flokkurinn gæti kloknað verði Trump tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og að framboð Trump gæti leitt til að flokkurinn missi meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þó gæti reynst mjög erfitt að ganga gegn vilja meirihluta kjósenda flokksins í forkosningunum. Næstu forkosningar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Utah þann 22. mars og svo í Wisconsin 5. apríl. Kjörmenn deilast ekki hlutfallslega eftir atkvæðum í forkosningunum í Arizona og Wisconsin heldur mun sá sem hlýtur flest atkvæði fá alla þá kjörmenn sem í boði eru – 58 í Arizona og 42 í Arizona.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja. 16. mars 2016 07:20