Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 22:15 Thomas Müller fagnar markinu sem skaut Bayern í framlenginu. vísir/getty Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4): Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4):
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira