Danir fá fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:00 „Þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel. Vísir/Anton Brink Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira