Innlent

Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar.
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. Vísir/Vilhelm
Boðað hefur verið til félagsfundar í Samtökunum ´78 til að greiða atkvæði um hvort að kjósa eigi um að nýju um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Boðað er til fundarins þar sem fundarboð aðalfundarins þar sem kosið var um aðildina hefur verið véfengt. Fundurinn fer fram 9. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram á vef samtakanna.

Félagsfundurinn á að taka ákvörðun um hvort staðfesta eða synja ákvörðunum sem teknar voru á aðalfundinum. Auk tillögunnar um aðild BDSM á Íslandi verður líka kosið um hvort staðfesta eða synja eigi atkvæðagreiðslu um reikninga síðasta árs, stjórnarkjör, trúnaðarráði, skoðunarmanna reikninga og aðild HIN Hinsegin Norðurland sem aðildarfélag að samtökunum.

Félagsfundurinn hefur einnig kost á að boða til aukaaðalfundar í stað þess að fara í gegnum lið fyrir lið og staðfesta ákvarðanir síðasta aðalfundar og endurtaka hefðbundin aðalfundarstörf og kosningu um aðild BDSM og HIN. 


Tengdar fréttir

Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78

Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×