Fékk hæli en ekkert húsaskjól Una Sighvatsdóttir skrifar 18. mars 2016 19:30 Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar. Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar.
Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði