Önnur umferð norsku 1. deildarinnar hófst í kvöld þegar Tromsö tók á móti Start. Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum og því lyktaði honum með 0-0 jafntefli.
Bæði lið gerðu jafntefli í 1. umferðinni og eru því bæði komin með tvö stig.
Aron Sigurðarson, sem skoraði gegn Molde í 1. umferðinni, var í byrjunarliði Tromsö og lék allan leikinn.
Guðmundur Kristjánsson var sömuleiðis í byrjunarliði Start og lék allan tímann. Hann hefur verið í herbúðum liðsins frá árinu 2012.
