Höfðu betur í lekamáli Snærós Sindradóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Thi Thuy og Hao Van voru grunuð um málamyndahjónaband. Vísir/Vilhelm Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum. Flóttamenn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum.
Flóttamenn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira