Vill endurgreiðsluákvæði úr útlendingalögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir hælisleitendur aldrei hafa verið krafða um endurgreiðslu síðustu fimm ár. Vísisr/Ernir Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“ Flóttamenn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“
Flóttamenn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira