Sparkað í gullgæsina Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2016 07:00 Það er áhyggjuefni hvað stjórnvöld hafa dregið að fjárfesta í innviðum til að bregðast við auknum straumi ferðamanna. Ferðaþjónustan er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og skapar þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur ásamt sjávarútvegi. Ferðaþjónustan er eiginleg gullgæs því allir hagnast á auknu innstreymi gjaldeyris og afleidd áhrif af auknum straumi ferðamanna hafa jákvæða verkan á allar atvinnugreinar. Greint var frá því í þessu blaði í gær að tveggja mánaða gömul farþegaspá Isavia hefði verið uppfærð til hækkunar en spáð er 37 prósenta fjölgun farþega frá síðasta ári. Á þessu ári sækja 1,73 milljónir ferðamanna landið heim gangi spáin eftir. Það er því ljóst að við munum fara yfir tveggja milljóna markið mun fyrr en talið var. Bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir tveimur milljónum ferðamanna árið 2018. Á þessu ári á að verja 20 milljörðum króna í stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki stækkað Leifsstöð meira, hraðar og fyrr. Það er ekki eins og vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna séu ný tíðindi sem eigi að koma stjórnmálamönnum í opna skjöldu. Skýrslur liggja fyrir mörg ár aftur í tímann þar sem spáð var fyrir um þetta. Ástandið í Leifsstöð er á köflum skelfilegt. Yfir háannatímann er aðstaðan niðri þar sem Ameríkuflugið er algjörlega óboðleg og ferðamönnum er hrúgað þar saman í eina kös, hverjum við næsta mann, líkt og sardínum í dós. Dæmi eru um að lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem sinnir landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli, hafi farið í veikindaleyfi vegna álags og mjög illa gengur að manna erfiðustu vaktirnar. Það fór allt á hliðina í Leifsstöð í fyrra því það vantaði fjármagn til að sinna tollvörslu og landamæraeftirliti. Löggjafinn hefur ekki aukið fjárveitingar til lögreglunnar að neinu ráði til að bregðast við ástandinu. Það er auðvitað sorglegt ef allt fer á hliðina í Keflavík af því það vantar nokkra tugi milljóna til að sinna þessum störfum meðan hagsmunir þjóðarbúsins hlaupa á tugum milljarða. Það er eins og ríkisstjórnin vilji fljóta sofandi að feigðarósi og sparka í gullgæsina, fremur en að hlúa að henni. Það má lítið út af bregða til að orðspor Íslands skaðist ekki og við viljum ekki fá þann stimpil að við vitum ekkert hvað við erum að gera þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Mannkynssagan er uppfull af sögum af samfélögum sem voru eitt sinn stórkostleg en hnignaði því tækifærum var glutrað niður. Íslendingar hafa allir sameiginlegan hag af því að búa til réttu ímyndina fyrir Ísland og byggja upp innviði til að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna. Það er algjört dauðafæri fyrir þjóðarbúið að halda áfram að vaxa í ferðaþjónustunni. Til þess þarf hins vegar að fjárfesta og hlúa að þessari atvinnugrein. Ekki láta eins og vöxtur hennar sé bara eitthvert náttúrufyrirbæri sem engin leið er að hafa áhrif á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það er áhyggjuefni hvað stjórnvöld hafa dregið að fjárfesta í innviðum til að bregðast við auknum straumi ferðamanna. Ferðaþjónustan er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og skapar þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur ásamt sjávarútvegi. Ferðaþjónustan er eiginleg gullgæs því allir hagnast á auknu innstreymi gjaldeyris og afleidd áhrif af auknum straumi ferðamanna hafa jákvæða verkan á allar atvinnugreinar. Greint var frá því í þessu blaði í gær að tveggja mánaða gömul farþegaspá Isavia hefði verið uppfærð til hækkunar en spáð er 37 prósenta fjölgun farþega frá síðasta ári. Á þessu ári sækja 1,73 milljónir ferðamanna landið heim gangi spáin eftir. Það er því ljóst að við munum fara yfir tveggja milljóna markið mun fyrr en talið var. Bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir tveimur milljónum ferðamanna árið 2018. Á þessu ári á að verja 20 milljörðum króna í stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki stækkað Leifsstöð meira, hraðar og fyrr. Það er ekki eins og vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna séu ný tíðindi sem eigi að koma stjórnmálamönnum í opna skjöldu. Skýrslur liggja fyrir mörg ár aftur í tímann þar sem spáð var fyrir um þetta. Ástandið í Leifsstöð er á köflum skelfilegt. Yfir háannatímann er aðstaðan niðri þar sem Ameríkuflugið er algjörlega óboðleg og ferðamönnum er hrúgað þar saman í eina kös, hverjum við næsta mann, líkt og sardínum í dós. Dæmi eru um að lögreglumenn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem sinnir landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli, hafi farið í veikindaleyfi vegna álags og mjög illa gengur að manna erfiðustu vaktirnar. Það fór allt á hliðina í Leifsstöð í fyrra því það vantaði fjármagn til að sinna tollvörslu og landamæraeftirliti. Löggjafinn hefur ekki aukið fjárveitingar til lögreglunnar að neinu ráði til að bregðast við ástandinu. Það er auðvitað sorglegt ef allt fer á hliðina í Keflavík af því það vantar nokkra tugi milljóna til að sinna þessum störfum meðan hagsmunir þjóðarbúsins hlaupa á tugum milljarða. Það er eins og ríkisstjórnin vilji fljóta sofandi að feigðarósi og sparka í gullgæsina, fremur en að hlúa að henni. Það má lítið út af bregða til að orðspor Íslands skaðist ekki og við viljum ekki fá þann stimpil að við vitum ekkert hvað við erum að gera þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Mannkynssagan er uppfull af sögum af samfélögum sem voru eitt sinn stórkostleg en hnignaði því tækifærum var glutrað niður. Íslendingar hafa allir sameiginlegan hag af því að búa til réttu ímyndina fyrir Ísland og byggja upp innviði til að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna. Það er algjört dauðafæri fyrir þjóðarbúið að halda áfram að vaxa í ferðaþjónustunni. Til þess þarf hins vegar að fjárfesta og hlúa að þessari atvinnugrein. Ekki láta eins og vöxtur hennar sé bara eitthvert náttúrufyrirbæri sem engin leið er að hafa áhrif á.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun