Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma.
Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont.
Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi.
Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:
- Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.
- Ted Cruz (R): Texas, Oklahoma
- Marco Rubio (R): Minnesota
- Hillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, Massachusetts
- Bernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado
Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum.
Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins.
Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.