Trump og Clinton með ótvíræða forystu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2016 07:00 Kjósendur á kjörfundi Demókrataflokksins í Denver í Colorado á þriðjudaginn. Fyrirkomulag kosninga er misjafnt eftir ríkjum. Sums staðar eru kallaðir saman fundir þar sem atkvæði eru greidd. Nordicphotos/AFP Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira