Samningarnir fara fyrir Alþingi, segir ráðherra Valgerður Bjarnadóttir skrifar 3. mars 2016 00:00 Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undirrita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29. febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi. Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér fyrir og ræddir á Alþingi.“ Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um að þessi breyting verði. Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum til þess arna. Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til landbúnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurðasölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka þannig við samkeppni á markaði. Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamningur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergjum. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari. Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármálaráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið um búvörusamninga sagði forsætisráðherra á dögunum: „Það er búið að undirrita þessa samninga, og málið er frá.“ Þess vegna er það fagnaðarefni að fjármálaráðherrann sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 29. febrúar að samningarnir yrðu lagðir fyrir Alþingi. Orðrétt voru orð fjármálaráðherrans þessi: „Fyrst varðandi samráð við þingið þá veit þingmaðurinn auðvitað að þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis og þeir verða lagðir hér fyrir og ræddir á Alþingi.“ Samningarnir eru fráleitir, sagt er að með þeim verði kvótakerfi í mjólkuriðnaði afnumið. Það á að gera eftir fimm ár en áður en til þess kemur á að endurskoða samninginn svo það er ekkert í hendi um að þessi breyting verði. Ég er ekki á móti stuðningi við bændur, ég tel að við eigum að verja fjármunum til að halda landinu í byggð. En það skiptir máli hvaða aðferðum er beitt og það skiptir máli hve miklum fjármunum við verjum til þess arna. Það er bjargföst skoðun mín að það er beinlínis fáránlegt að hækka nú fjárframlög sem fara í stuðning við bændur. Við höfum annað við 900 milljónir á ári að gera en að bæta þeim við styrkjaupphæð til landbúnaðar. Við eigum þvert á móti að gera áætlun um að draga úr styrkjum og koma á samkeppni í afurðasölunni. Við eigum að afnema tollvernd og auka þannig við samkeppni á markaði. Sannleikurinn er sá að þetta er framsóknarsamningur gerður á milli framsóknarmanna í bakherbergjum. Það sem verra er, skynsamari framsóknarmenn lutu í lægra haldi fyrir þeim óbilgjarnari. Samráð hefur ekkert verið, en nú hefur fjármálaráðherrann staðfest að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og ræddur þar. Því ber að fagna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar