Samningar til 99 ára? Þorvaldur Gylfason skrifar 3. mars 2016 00:00 Getur Alþingi skuldbundið skattgreiðendur fyrir hönd ríkissjóðs 10 ár fram í tímann til að standa straum af nýjum búvörusamningi við bændur? Svarið við spurningunni blasir við ef við breytum henni lítillega: Getur Alþingi skuldbundið skattgreiðendur 99 ár fram í tímann til að standa straum af nýjum búvörusamningi? Allir sjá í hendi sér að svo er ekki. Lögin leyfa það ekki. Stjórnarskráin leyfir það ekki heldur því þar stendur: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“ Alþingi getur ekki skuldbundið skattgreiðendur lengur en eitt ár í senn þar eð fjárlög eru afgreidd á Alþingi til eins árs í senn. Ríkisstjórnin getur ekki gert búvörusamning við bændur til 99 ára þar eð slíkur samningur fæli í sér umboðssvik í skilningi laga. Umboðssvik heitir það þegar einn leggur skuldbindingu á annan án þess að sá sem skuldbindingin er lögð á fái rönd við reist eða sé hafður með í ráðum. Því er aðeins stigsmunur og enginn eðlismunur á búvörusamningi til 10 ára og til 99 ára. Hæstiréttur hefur að undanförnu fellt marga sektardóma í umboðssvikamálum. Kjarni umboðssvikaákvæðisins er að menn geta aðeins skuldbundið sjálfa sig eða umbjóðendur sína, en ekki aðra. Alþingi getur því aðeins skuldbundið ríkissjóð, þ.e. skattgreiðendur, til eins árs í senn eða í lengsta lagi fram að næstu kosningum, en ekki lengur. Nýtt þing getur ævinlega snúið við ákvörðunum fyrra þings og hnekkt lögum þaðan. Þetta á einnig við um búvörusamninga langt fram í tímann. Alþingi getur einnig rift samningi sem það hefur gert innan kjörtímabils, en þá bakar það skattgreiðendum bótaskyldu líkt og við samningsrof milli einkaaðila. Þannig myndu dómstólar væntanlega líta á málið, a.m.k. Hæstiréttur sem hefur nýlega snúið við sýknudómi undirréttar í umboðssvikamáli.Bindandi? Stjórnmálamenn hafa sumir haldið því að kjósendum að hægt sé að gera bindandi samninga til langs tíma líkt og búvörusamninginn. Hugsun þeirra virðist vera að slíkur samningur sé bindandi í þeim skilningi að riftun hans af hálfu nýs Alþingis myndi baka ríkinu bótaskyldu. Svo er þó ekki. Bótaskylda getur ekki verið yfirfæranleg. Einn getur ekki samið við annan upp á þau býti að samningsrof leggi bótaskyldu á þriðja aðila, þ.e. skattgreiðendur framtíðarinnar fyrir hönd ríkissjóðs. Vitað er að stjórnmálamenn hafa haft í hyggju að úthluta aflaheimildum til útvegsfyrirtækja til langs tíma í senn og reyna með því móti að binda hendur Alþingis langt fram í tímann. Frumvarp í þessa veru hefur verið kynnt á Alþingi. Sama hugsun virðist búa að baki þessum fyrirætlunum og að baki búvörusamningsins. Hugmyndin er að binda hendur löggjafans með því að baka skattgreiðendum bótaskyldu ef löggjafanum snýst hugur. Alþingi hlýtur þó ævinlega að áskilja sér rétt fyrir hönd kjósenda til að setja landinu lög og gera samninga innan þeirra marka sem stjórnarskráin setur. Þannig gæti Alþingi t.d. ekki gert samning um aðild Íslands að alþjóðasamtökum sem Ísland ætti ekki afturkvæmt úr. Hér mætti e.t.v. líta svo á að um umboðssvik væri að tefla í skilningi laga þar eð umboðssvik eru ekki bundin við yfirfærslu fjárskuldbindinga. Hugsunin er í öllu falli hin sama í báðum dæmum. Löggjöf annarra landa rímar við þessa hugsun. Grænland gekk úr ESB 1985. Bretar munu greiða atkvæði í júní um hvort þeir ætla sér að vera áfram í ESB eða ganga út.Grugg eða gegnsæi? Láti Alþingi af því verða að staðfesta nýjan búvörusamning til 10 ára þarf að láta reyna á lögmæti hans fyrir dómstólum í ljósi þeirra sjónarmiða sem lýst er að framan. Neytendasamtökin eða Samtök skattgreiðenda gætu höfðað slíkt dómsmál sem aðilar máls. Með líku lagi hlýtur að koma til álita að endurskoða t.d. fyrri ákvörðun Alþingis um að leyna áratugi fram í tímann gögnum um hrunið sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og kaus að birta ekki í skýrslu sinni 2010. Þessi gögn kunna samt að eiga erindi við almenning, t.d. upplýsingar um lán föllnu bankanna til stjórnmálamanna og annarra. Nýtt Alþingi getur snúið við fyrri ákvörðun Alþingis um meðferð þessara upplýsinga í samræmi við þau sjónarmið sem lýst er að framan. Lýðræðisríki leyfist ekki að leggja fjárskuldbindingar og aðrar kvaðir, t.d. óhóflega upplýsingaleynd, á fólk sem fær ekki rönd við reist. Almannahagur hlýtur að koma til álita ásamt persónuverndarsjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Getur Alþingi skuldbundið skattgreiðendur fyrir hönd ríkissjóðs 10 ár fram í tímann til að standa straum af nýjum búvörusamningi við bændur? Svarið við spurningunni blasir við ef við breytum henni lítillega: Getur Alþingi skuldbundið skattgreiðendur 99 ár fram í tímann til að standa straum af nýjum búvörusamningi? Allir sjá í hendi sér að svo er ekki. Lögin leyfa það ekki. Stjórnarskráin leyfir það ekki heldur því þar stendur: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“ Alþingi getur ekki skuldbundið skattgreiðendur lengur en eitt ár í senn þar eð fjárlög eru afgreidd á Alþingi til eins árs í senn. Ríkisstjórnin getur ekki gert búvörusamning við bændur til 99 ára þar eð slíkur samningur fæli í sér umboðssvik í skilningi laga. Umboðssvik heitir það þegar einn leggur skuldbindingu á annan án þess að sá sem skuldbindingin er lögð á fái rönd við reist eða sé hafður með í ráðum. Því er aðeins stigsmunur og enginn eðlismunur á búvörusamningi til 10 ára og til 99 ára. Hæstiréttur hefur að undanförnu fellt marga sektardóma í umboðssvikamálum. Kjarni umboðssvikaákvæðisins er að menn geta aðeins skuldbundið sjálfa sig eða umbjóðendur sína, en ekki aðra. Alþingi getur því aðeins skuldbundið ríkissjóð, þ.e. skattgreiðendur, til eins árs í senn eða í lengsta lagi fram að næstu kosningum, en ekki lengur. Nýtt þing getur ævinlega snúið við ákvörðunum fyrra þings og hnekkt lögum þaðan. Þetta á einnig við um búvörusamninga langt fram í tímann. Alþingi getur einnig rift samningi sem það hefur gert innan kjörtímabils, en þá bakar það skattgreiðendum bótaskyldu líkt og við samningsrof milli einkaaðila. Þannig myndu dómstólar væntanlega líta á málið, a.m.k. Hæstiréttur sem hefur nýlega snúið við sýknudómi undirréttar í umboðssvikamáli.Bindandi? Stjórnmálamenn hafa sumir haldið því að kjósendum að hægt sé að gera bindandi samninga til langs tíma líkt og búvörusamninginn. Hugsun þeirra virðist vera að slíkur samningur sé bindandi í þeim skilningi að riftun hans af hálfu nýs Alþingis myndi baka ríkinu bótaskyldu. Svo er þó ekki. Bótaskylda getur ekki verið yfirfæranleg. Einn getur ekki samið við annan upp á þau býti að samningsrof leggi bótaskyldu á þriðja aðila, þ.e. skattgreiðendur framtíðarinnar fyrir hönd ríkissjóðs. Vitað er að stjórnmálamenn hafa haft í hyggju að úthluta aflaheimildum til útvegsfyrirtækja til langs tíma í senn og reyna með því móti að binda hendur Alþingis langt fram í tímann. Frumvarp í þessa veru hefur verið kynnt á Alþingi. Sama hugsun virðist búa að baki þessum fyrirætlunum og að baki búvörusamningsins. Hugmyndin er að binda hendur löggjafans með því að baka skattgreiðendum bótaskyldu ef löggjafanum snýst hugur. Alþingi hlýtur þó ævinlega að áskilja sér rétt fyrir hönd kjósenda til að setja landinu lög og gera samninga innan þeirra marka sem stjórnarskráin setur. Þannig gæti Alþingi t.d. ekki gert samning um aðild Íslands að alþjóðasamtökum sem Ísland ætti ekki afturkvæmt úr. Hér mætti e.t.v. líta svo á að um umboðssvik væri að tefla í skilningi laga þar eð umboðssvik eru ekki bundin við yfirfærslu fjárskuldbindinga. Hugsunin er í öllu falli hin sama í báðum dæmum. Löggjöf annarra landa rímar við þessa hugsun. Grænland gekk úr ESB 1985. Bretar munu greiða atkvæði í júní um hvort þeir ætla sér að vera áfram í ESB eða ganga út.Grugg eða gegnsæi? Láti Alþingi af því verða að staðfesta nýjan búvörusamning til 10 ára þarf að láta reyna á lögmæti hans fyrir dómstólum í ljósi þeirra sjónarmiða sem lýst er að framan. Neytendasamtökin eða Samtök skattgreiðenda gætu höfðað slíkt dómsmál sem aðilar máls. Með líku lagi hlýtur að koma til álita að endurskoða t.d. fyrri ákvörðun Alþingis um að leyna áratugi fram í tímann gögnum um hrunið sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og kaus að birta ekki í skýrslu sinni 2010. Þessi gögn kunna samt að eiga erindi við almenning, t.d. upplýsingar um lán föllnu bankanna til stjórnmálamanna og annarra. Nýtt Alþingi getur snúið við fyrri ákvörðun Alþingis um meðferð þessara upplýsinga í samræmi við þau sjónarmið sem lýst er að framan. Lýðræðisríki leyfist ekki að leggja fjárskuldbindingar og aðrar kvaðir, t.d. óhóflega upplýsingaleynd, á fólk sem fær ekki rönd við reist. Almannahagur hlýtur að koma til álita ásamt persónuverndarsjónarmiðum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun