Tíu manna lið flóttamanna gæti tekið þátt á sumarólympíuleikunum í Rio de Janeiro í sumar. Alþjóðlega Ólympíunefndin samþykkti tillögu þess efnis í gær.
Að því er The Guardian greinir frá, hafa 43 íþróttamenn úr röðum flóttamanna verið nefndir til sögunnar sem mögulegir keppendur á leikunum sem hefjast þann 5. ágúst næstkomandi.
„Umfang flóttamannavandans snertir okkur öll,“ hefur The Guardian eftir Thomas Bach, formanni Ólympíunefndarinnar. „Með því að bjóða lið sem þetta velkomið, viljum við senda skilaboð vonar til flóttamanna um heim allan.“
Landlaust lið hefur aldrei áður tekið þátt í Ólympíuleikunum en Sameinuðu þjóðirnar telja að um tuttugu milljónir flóttamanna séu nú víðsvegar í heiminum, auk þeirra fjörutíu milljóna sem hafa þurft að yfirgefa heimili sinn innan eigin landamæra.
Flóttamenn gætu átt lið á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn

Tengdar fréttir

Börn á flótta í hættu við lokuð landamæri í Evrópu
Þúsundir barna eru föst við landamæri á Balkanskaganum, nánar tiltekið í grennd við Makedóníu og Grikkland, að því er UNICEF greinir frá.

Umdeildasti íþróttamaður Svíþjóðar féll á lyfjaprófi
Abeba Aregawi fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum og er nú líklega á leið í keppnisbann.

Meira en 100 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári
Í fyrra komu 100 þúsund flóttamenn til álfunnar á fyrstu sex mánuðum ársins.

Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér
„Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad.