Vítahringur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Aldrei í sögunni hefur verið betra tækifæri til að rjúfa vítahring búvörusamninga. Í mannsaldur hafa slíkir gerningar fest sveitafólk í fjötrum fátæktar og ruglað neytendur í ríminu. Fólk sem kaupir í matinn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sumt er meira og minna búið að borga með sköttum. Annað greiðist fullu verði við búðarkassann. Verðmiðinn í kjörbúðinni segir enga sögu. Venjulegt fólk hefur ekki tíma til að rýna í flókna samninga. Það hefur engar forsendur til að átta sig á hvað er hagstætt að kaupa í kjötborðinu og hvað ekki. Marktækur verðmiði er grundvöllur upplýstra innkaupa. Hann á að ráða valinu úr hillum kjörbúðanna. Þar á samanburður verðs og gæða að fara fram. Sívaxandi ferðamannastraumur hrópar á uppstokkun í sveitum. Tækifærin til arðbærrar og skapandi fjárfestingar blasa við. Sveitirnar sárvantar vinnufúsar hendur, sem geta tryggt dreifða byggð í landinu á heilbrigðum forsendum. Þar eru tækifæri. En stjórnvöld og bændaforysta bregðast við með því að binda vinnuaflið á klafa fortíðar. Ólarnar eru hertar þannig að ekki einu sinni stjórnvöld framtíðarinnar geta leyst hnútana. Flest eigum við rætur í sveitum og viljum blómlega byggð um land allt. Þess vegna hafa kynslóðirnar umborið augljóst óhagræði í landbúnaðarkerfinu af ótrúlegu örlæti. Meirihluti fólks hefur vitandi vits stutt til valda stjórnmálaöfl sem staðið hafa vörð um óbreytt kerfi. Það sá ekki aðra kosti í stöðunni. Tiltölulega fáir andæfðu. En tímarnir eru breyttir. Æ ljósara verður að óbreytt ástand þjónar fáum og kallar á óþarfa stöðnun á landsbyggðinni, sem á bjarta framtíð ef tækifærin eru nýtt. Sjálfsagt er að styðja bændur til að mæta breytingum meðan þær ganga yfir. En eðlileg krafa hlýtur að vera, að veðjað sé á framtíðina – ekki fortíðina. Sveitabýli eru einkafyrirtæki og bændur, karlar og konur, sjálfstæðir atvinnurekendur. Það er holur hljómur í tali um matvælaöryggi í þessu samhengi. Ísland er matarkista. Við erum örþjóð, sem veiðir meiri fisk en nokkur önnur þjóð miðað við fólksfjölda. Almennt eru bændur framúrskarandi vinnuafl. Í þeirra röðum munu vera fleiri þúsundþjalasmiðir en í öðrum stéttum. Þeir eru sjálfs sín herrar og þurfa að ganga í öll verk, líka kontórvinnu. Bændur ættu því að vera vel búnir undir vel skipulagt breytingarferli, sem smátt og smátt losar þá undan ríkisforsjánni - og þjóðina við kostnaðinn af úreltu kerfi. Til þess á fyrst um sinn að nota féð sem rennur í feluleikinn í kringum landbúnaðinn. Sveitafólk á að fá stuðning og hvatningu til að breyta fyrirtækjum sínum, laga þau að nútímanum til að sveitirnar geti mætt kröfum tímans. Í þeim efnum er erfitt að benda á eina uppskrift. En það þarf að sýna stórhug og sækja fyrirmyndir þangað sem þær eru bestar, innanlands og utan. Fjárfesting þarf að taka við af fjáraustri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Aldrei í sögunni hefur verið betra tækifæri til að rjúfa vítahring búvörusamninga. Í mannsaldur hafa slíkir gerningar fest sveitafólk í fjötrum fátæktar og ruglað neytendur í ríminu. Fólk sem kaupir í matinn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sumt er meira og minna búið að borga með sköttum. Annað greiðist fullu verði við búðarkassann. Verðmiðinn í kjörbúðinni segir enga sögu. Venjulegt fólk hefur ekki tíma til að rýna í flókna samninga. Það hefur engar forsendur til að átta sig á hvað er hagstætt að kaupa í kjötborðinu og hvað ekki. Marktækur verðmiði er grundvöllur upplýstra innkaupa. Hann á að ráða valinu úr hillum kjörbúðanna. Þar á samanburður verðs og gæða að fara fram. Sívaxandi ferðamannastraumur hrópar á uppstokkun í sveitum. Tækifærin til arðbærrar og skapandi fjárfestingar blasa við. Sveitirnar sárvantar vinnufúsar hendur, sem geta tryggt dreifða byggð í landinu á heilbrigðum forsendum. Þar eru tækifæri. En stjórnvöld og bændaforysta bregðast við með því að binda vinnuaflið á klafa fortíðar. Ólarnar eru hertar þannig að ekki einu sinni stjórnvöld framtíðarinnar geta leyst hnútana. Flest eigum við rætur í sveitum og viljum blómlega byggð um land allt. Þess vegna hafa kynslóðirnar umborið augljóst óhagræði í landbúnaðarkerfinu af ótrúlegu örlæti. Meirihluti fólks hefur vitandi vits stutt til valda stjórnmálaöfl sem staðið hafa vörð um óbreytt kerfi. Það sá ekki aðra kosti í stöðunni. Tiltölulega fáir andæfðu. En tímarnir eru breyttir. Æ ljósara verður að óbreytt ástand þjónar fáum og kallar á óþarfa stöðnun á landsbyggðinni, sem á bjarta framtíð ef tækifærin eru nýtt. Sjálfsagt er að styðja bændur til að mæta breytingum meðan þær ganga yfir. En eðlileg krafa hlýtur að vera, að veðjað sé á framtíðina – ekki fortíðina. Sveitabýli eru einkafyrirtæki og bændur, karlar og konur, sjálfstæðir atvinnurekendur. Það er holur hljómur í tali um matvælaöryggi í þessu samhengi. Ísland er matarkista. Við erum örþjóð, sem veiðir meiri fisk en nokkur önnur þjóð miðað við fólksfjölda. Almennt eru bændur framúrskarandi vinnuafl. Í þeirra röðum munu vera fleiri þúsundþjalasmiðir en í öðrum stéttum. Þeir eru sjálfs sín herrar og þurfa að ganga í öll verk, líka kontórvinnu. Bændur ættu því að vera vel búnir undir vel skipulagt breytingarferli, sem smátt og smátt losar þá undan ríkisforsjánni - og þjóðina við kostnaðinn af úreltu kerfi. Til þess á fyrst um sinn að nota féð sem rennur í feluleikinn í kringum landbúnaðinn. Sveitafólk á að fá stuðning og hvatningu til að breyta fyrirtækjum sínum, laga þau að nútímanum til að sveitirnar geti mætt kröfum tímans. Í þeim efnum er erfitt að benda á eina uppskrift. En það þarf að sýna stórhug og sækja fyrirmyndir þangað sem þær eru bestar, innanlands og utan. Fjárfesting þarf að taka við af fjáraustri.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun