Haukar láta Chelsie Schweers fara | Rekin í annað skiptið á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 22:02 Chelsie Alexa Schweers. Vísir/Anton Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30
Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30
Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00