BDSM félagið á Íslandi fékk aðild að Samtökunum 78 á aðalfundi samtakanna í dag. Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram á meðal félagsmanna á fundinum og var félagið samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31.
Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, sagði í samtali við Vísi í dag að umsókn félagsins hafi verið vel kynnt fyrir félagsmönnum á kynningarfundi sem fram fór fyrir helgi. Félagsmenn hafi því verið nokkuð vel upplýstir en að nokkuð skiptar skoðanir hafi verið á málinu.
Þá sagði Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið að aðild BDSM-félaga að hinsegin hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun.
BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78

Tengdar fréttir

Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“
"Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78.

Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum
Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum.