Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2016 10:06 Donald Trump ávarpar stuðningsmenn sína í Louisiana vísir/epa Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53