80s glamúr en engin tónlist Ritstjórn skrifar 7. mars 2016 22:00 Glamour/getty Níundi áratugurinn réði ríkjum á sýningu Saint Laurent á tískuvikunni í París í kvöld. Sýningin var þó einstök að því leiti að á meðan fyrirsæturnar gengu um var engin tónlist og engin auka lýsing, þannig að sýningin snérist eingöngu um fötin og tískuna. Kjólar með einni ermi, pallíettur, samfestinga, stutt pils, tjull, stórar axlir, gull og silfur, í bland við nælonsokkabuxur, stóra eyrnalokka og breið mittisbelti. Hárið var vatnsgreitt aftur, varirnar eldrauðar og augnförðunin dökkt cat-eye smokey. Það vakti athygli Glamour að allar fyrirsæturnar virðast vera mjög grannar og kemur spánskt fyrir sjónir þegar mikil bylting hefur verið í tískuheiminum undanfarið til að ýta undir fjölbreytileika á pöllunum. Til að mynda samþykktu Frakkar lög sem bönnuðu notkun of grannra fyrirsæta í apríl í fyrra og þurfa nú allar fyrirsætur sem sýna á tískuvikunum að hafa BMI stuðulinn yfir 18. Vert að hafa það í huga þegar farið er í gegnum myndirnar af þessum litríku fötum frá Saint Laurent. Glamour Tíska Mest lesið David Beckham leikur í sinni fyrstu kvikmynd Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour Strigaskór og dúnúlpur á strætum Parísar Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Förðunarbloggari frá Suður-Kóreu breytir sér í Taylor Swift Glamour NYX Professional býður í afmæli Glamour Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour
Níundi áratugurinn réði ríkjum á sýningu Saint Laurent á tískuvikunni í París í kvöld. Sýningin var þó einstök að því leiti að á meðan fyrirsæturnar gengu um var engin tónlist og engin auka lýsing, þannig að sýningin snérist eingöngu um fötin og tískuna. Kjólar með einni ermi, pallíettur, samfestinga, stutt pils, tjull, stórar axlir, gull og silfur, í bland við nælonsokkabuxur, stóra eyrnalokka og breið mittisbelti. Hárið var vatnsgreitt aftur, varirnar eldrauðar og augnförðunin dökkt cat-eye smokey. Það vakti athygli Glamour að allar fyrirsæturnar virðast vera mjög grannar og kemur spánskt fyrir sjónir þegar mikil bylting hefur verið í tískuheiminum undanfarið til að ýta undir fjölbreytileika á pöllunum. Til að mynda samþykktu Frakkar lög sem bönnuðu notkun of grannra fyrirsæta í apríl í fyrra og þurfa nú allar fyrirsætur sem sýna á tískuvikunum að hafa BMI stuðulinn yfir 18. Vert að hafa það í huga þegar farið er í gegnum myndirnar af þessum litríku fötum frá Saint Laurent.
Glamour Tíska Mest lesið David Beckham leikur í sinni fyrstu kvikmynd Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour Strigaskór og dúnúlpur á strætum Parísar Glamour Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Förðunarbloggari frá Suður-Kóreu breytir sér í Taylor Swift Glamour NYX Professional býður í afmæli Glamour Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour