Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 78-59 | Deildarmeistaratitillinn í augnsýn hjá Haukum Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 8. mars 2016 20:45 Haukar unnu magnaðan sigur á Snæfellingum, 78-59, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin eru eftir leik kvöldsins með jafn mörg stig í deildinni í fyrst og öðru sæti en Haukar eiga einn leik til góða. Deildarmeistaratitillinn er því nánast þeirra. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var hreint út sagt mögnuð á upphafsmínútum leiksins og þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum þá hafði hún gert 14 stig. Þá var staðan 17-7 fyrir Hauka og heimastúlkur mættu gríðarlega einbeittar til leiks. Haukar voru bara mun ákveðnari í upphafi leiksins og því leiddi liðið, 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í liði Hauka og Snæfellingar voru bara ekki á tánum. Snæfellingar komu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og minnkuðu hægt og rólega muninn. Þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður munaði aðeins átta stigum 29-21. Þá hrukku Haukakonur aftur í gang og juku örlítið við forskot sitt. Síðustu mínútur hálfleiksins voru aftur á móti eign Snæfells en liðið sýndi frábæran varnarleik og setti Denise Haiden Palmer, leikmaður Snæfells, niður hvert skotið á fætur öðru. Staðan í hálfleik var því 38-35 fyrir Hauka og leikurinn galopinn. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og minnkaðu strax muninn í aðeins eitt stig, 43-42 en Haukar einfaldlega neituðu að hleypa þeim framúr sér. Pálína María Gunnlaugsdóttir lék virkilega vel í þriðja leikhlutanum fyrir Hauka og setti niður tvær þriggja stig körfur í röð á mjög mikilvægum augnablikum. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 64-50 fyrir Haukum eftir frábæran lokasprett í fjórðungnum. Í fjórða leikhlutanum var nánast bara eitt lið á vellinum og voru það heimamenn í Haukum. Helena Sverrisdóttir bar uppi sóknarleik Hauka og fór einfaldlega á kostum í kvöld. Að lokum vann liðið, 78-59, sigur og er deildarmeistaratitillinn í augnsýn fyrir Hafnfirðingana.Haukar-Snæfell 78-59 (27-12, 11-23, 26-15, 14-9)Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/17 fráköst/11 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/9 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Magdalena Gísladóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Shanna Dacanay 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0. Ingi Þór: Þetta Haukabíó fór í hausinn á okkurIngi Þór Steinþórsson.Vísir/Anton„Við vorum bara meðvitundarlausar strax í byrjun og lendum strax fimmtán sigum undir,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Ég var rosalega hræddur við þetta Haukabíó sem er búið að vera í gangi síðustu daga myndi fara inn í hausinn á mínum stelpum. Litli heilinn er bara rannsóknarefni því undirbúningurinn var fínn og allt gekk vel fram að leik.“ Ingi segir að hann hafi brýnt fyrir stelpunum að þessi staða myndi bara þjappa Haukaliðinu saman en við vorum langt undir pari í kvöld. „Haiden var svona ein að rembast við að gera allt í leiknum. Haukar voru bara miklu ákveðnari í þessum leik og þær áttu þennan sigur heldur betur skilið.“ Ingi segir að það hafi ekki skipt miklu máli þó Chelsea væri farin frá liðinu. „Þær eru miklu betri án hennar og því gerði félagið rétt. Þessi úrslit er bara áskorun á okkur. Við þurfum bara að klára okkar prógram og sjá hvað það gerir fyrir okkur.“ Ingvar: Þetta þjappaði liðinu samanIngvar Guðjónsson„Mér fannst bara samheldnin og jákvæðnin í hópnum vera svo mikil að við gátum ekki tapað,“ segir Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn. „Við lögðum upp með að gera þetta saman sem ein heild. Vörnin var frábær í kvöld, algjörlega stórkostleg.“ Ingvar segir að atburðir síðustu daga hafi ollið því að liðið hafi þjappað sér saman og farið aftur til baka í grunnatriði körfuboltans. Ingvar segist ekki hafa búist við svona stórum sigri. „Það væri hroki að segja að ég hafi búist við svona leik frá okkur. Ég var hinsvegar sannfærður um það að við myndum vinna þennan leik. Jákvæðnin og öll holningin á liðinu undanfarna daga hefur verið svo flott að ég vissi að við myndum vinna.“ Ingvar segir að þó málið sé allt í þeirra höndum þá þurfi liðið að klára verkefnið. Helena: Alltaf markmiðið að verða deildarmeistararHelena Sverrisdóttir með boltann í leik gegn Snæfelli.vísir/stefán„Ég var búin að ákveða fyrir leikinn að ég ætlaði að byrja sterkt,“ segir Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hafði gert 16 stig eftir sex mínútna leik. „Ég varð að gera það. Það er búið að vera mikið í gangi hjá liðinu undanfarna daga og því töluverð spenna og stress í leikmönnum liðsins.“ Helena segir að hún hafi viljað byrja leikinn af krafti og þá myndu hinar í liðinu fylgja. „Auðvitað er erfitt fyrir lið að fara í gegnum erfiða hluti en þetta þjappaði hópnum bara saman hjá okkur.Við brugðumst bara frábærlega við og það hefur verið fín stemning í liðinu síðustu daga.“ Hún segir að þrátt fyrir að Snæfell hafi stundum nartað vel í hælana á þeim í leiknum þá hafi liðið alltaf trú á verkefninu og vissu leikmenn ávallt að það væri að spila vel. „Við ætlum okkur að verða deildarmeistarar og það hefur verið markmiðið í allan vetur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Haukar unnu magnaðan sigur á Snæfellingum, 78-59, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin eru eftir leik kvöldsins með jafn mörg stig í deildinni í fyrst og öðru sæti en Haukar eiga einn leik til góða. Deildarmeistaratitillinn er því nánast þeirra. Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var hreint út sagt mögnuð á upphafsmínútum leiksins og þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum þá hafði hún gert 14 stig. Þá var staðan 17-7 fyrir Hauka og heimastúlkur mættu gríðarlega einbeittar til leiks. Haukar voru bara mun ákveðnari í upphafi leiksins og því leiddi liðið, 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í liði Hauka og Snæfellingar voru bara ekki á tánum. Snæfellingar komu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og minnkuðu hægt og rólega muninn. Þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður munaði aðeins átta stigum 29-21. Þá hrukku Haukakonur aftur í gang og juku örlítið við forskot sitt. Síðustu mínútur hálfleiksins voru aftur á móti eign Snæfells en liðið sýndi frábæran varnarleik og setti Denise Haiden Palmer, leikmaður Snæfells, niður hvert skotið á fætur öðru. Staðan í hálfleik var því 38-35 fyrir Hauka og leikurinn galopinn. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og minnkaðu strax muninn í aðeins eitt stig, 43-42 en Haukar einfaldlega neituðu að hleypa þeim framúr sér. Pálína María Gunnlaugsdóttir lék virkilega vel í þriðja leikhlutanum fyrir Hauka og setti niður tvær þriggja stig körfur í röð á mjög mikilvægum augnablikum. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 64-50 fyrir Haukum eftir frábæran lokasprett í fjórðungnum. Í fjórða leikhlutanum var nánast bara eitt lið á vellinum og voru það heimamenn í Haukum. Helena Sverrisdóttir bar uppi sóknarleik Hauka og fór einfaldlega á kostum í kvöld. Að lokum vann liðið, 78-59, sigur og er deildarmeistaratitillinn í augnsýn fyrir Hafnfirðingana.Haukar-Snæfell 78-59 (27-12, 11-23, 26-15, 14-9)Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/17 fráköst/11 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 10/9 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/4 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Magdalena Gísladóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Shanna Dacanay 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0. Ingi Þór: Þetta Haukabíó fór í hausinn á okkurIngi Þór Steinþórsson.Vísir/Anton„Við vorum bara meðvitundarlausar strax í byrjun og lendum strax fimmtán sigum undir,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Ég var rosalega hræddur við þetta Haukabíó sem er búið að vera í gangi síðustu daga myndi fara inn í hausinn á mínum stelpum. Litli heilinn er bara rannsóknarefni því undirbúningurinn var fínn og allt gekk vel fram að leik.“ Ingi segir að hann hafi brýnt fyrir stelpunum að þessi staða myndi bara þjappa Haukaliðinu saman en við vorum langt undir pari í kvöld. „Haiden var svona ein að rembast við að gera allt í leiknum. Haukar voru bara miklu ákveðnari í þessum leik og þær áttu þennan sigur heldur betur skilið.“ Ingi segir að það hafi ekki skipt miklu máli þó Chelsea væri farin frá liðinu. „Þær eru miklu betri án hennar og því gerði félagið rétt. Þessi úrslit er bara áskorun á okkur. Við þurfum bara að klára okkar prógram og sjá hvað það gerir fyrir okkur.“ Ingvar: Þetta þjappaði liðinu samanIngvar Guðjónsson„Mér fannst bara samheldnin og jákvæðnin í hópnum vera svo mikil að við gátum ekki tapað,“ segir Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn. „Við lögðum upp með að gera þetta saman sem ein heild. Vörnin var frábær í kvöld, algjörlega stórkostleg.“ Ingvar segir að atburðir síðustu daga hafi ollið því að liðið hafi þjappað sér saman og farið aftur til baka í grunnatriði körfuboltans. Ingvar segist ekki hafa búist við svona stórum sigri. „Það væri hroki að segja að ég hafi búist við svona leik frá okkur. Ég var hinsvegar sannfærður um það að við myndum vinna þennan leik. Jákvæðnin og öll holningin á liðinu undanfarna daga hefur verið svo flott að ég vissi að við myndum vinna.“ Ingvar segir að þó málið sé allt í þeirra höndum þá þurfi liðið að klára verkefnið. Helena: Alltaf markmiðið að verða deildarmeistararHelena Sverrisdóttir með boltann í leik gegn Snæfelli.vísir/stefán„Ég var búin að ákveða fyrir leikinn að ég ætlaði að byrja sterkt,“ segir Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hafði gert 16 stig eftir sex mínútna leik. „Ég varð að gera það. Það er búið að vera mikið í gangi hjá liðinu undanfarna daga og því töluverð spenna og stress í leikmönnum liðsins.“ Helena segir að hún hafi viljað byrja leikinn af krafti og þá myndu hinar í liðinu fylgja. „Auðvitað er erfitt fyrir lið að fara í gegnum erfiða hluti en þetta þjappaði hópnum bara saman hjá okkur.Við brugðumst bara frábærlega við og það hefur verið fín stemning í liðinu síðustu daga.“ Hún segir að þrátt fyrir að Snæfell hafi stundum nartað vel í hælana á þeim í leiknum þá hafi liðið alltaf trú á verkefninu og vissu leikmenn ávallt að það væri að spila vel. „Við ætlum okkur að verða deildarmeistarar og það hefur verið markmiðið í allan vetur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira