Strákarnir okkar á EM-fótboltamyndum: „Ég fékk Kára“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ingimar Bjarni Sverrisson sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. vísir/ernir „Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
„Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð