PSG vann fyrri leikinn 2-1 og vinnur því rimmuna 4-2 samtals.
Leikurinn byrjaði fjörlega og PSG var óhrætt við að sækja. Á 16. mínútu lagði Zlatan boltann laglega í teiginn þar sem Adrien Rabiot var mættur og mokaði boltanum í netið.
Chelsea var ekki lengi að jafna sig því Diego Costa skoraði með góðu skoti, og jafnaði leikinn, aðeins ellefu mínútum síðar. Hörkuleikur.
Það var aftur á móti Svíinn Zlatan Ibrahimovic sem afgreiddi einvígið er hann skoraði mark 23 mínútum fyrir leikslok. Mark og stoðsending hjá honum í kvöld.
Þetta er annað árið í röð sem PSG slær Chelsea út í Meistaradeildinni.