Jeb Bush dregur sig í hlé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23