Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem vann góðan sigur á Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 1-0.
Eina mark leiksins kom á fjórtándu mínútu leiksins, en þá skoraði Ja-Cheol Koo eftir undirbúning Caiuby. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0.
Alfreð var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti síðan hann gekk í raðir liðsins frá Olympiakos, en hann var tekinn af velli á 82. mínútu.
Augsburg situr í þrettánda sæti deildarinnar með 24 stig. Hannover er á botninum með 14 stig.
Alfreð í fyrsta skipti í byrjunarliðinu og Augsburg vann
Anton Ingi Leifsson skrifar
